Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:30 Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun