Innlent

Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan á föstudagskvöldi í miðbænum.
Lögreglan á föstudagskvöldi í miðbænum. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðnu þar sem verkefni dagsins eru skráð.

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 108 og var árásarmaður vistaður á viðeigandi stofnun. Minniháttar meiðsli urðu á fólki.

Þá voru þrír menn handteknir í Hafnarfirði grunaðir um innbrot í hverfi 105 í Reykjavík aðfararnótt laugardags, og voru þeir vistaðir í fangageymslu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna, þar á meðal einn sem ók á 130 þar sem hámarkshraði er 80.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×