Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:16 Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Námslán Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun