Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:32 Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun