Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 16:51 Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun