Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:31 Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar