Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 15:32 Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun