Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 09:01 Halla Tómasdóttir tók við sem forseti í sumar. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning. Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning.
Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03