Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2024 17:08 Brotin áttu sér stað seint um nótt á Reykjanesbrautinni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt erlendan leigubílstjóra í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart sautján ára stúlku í leigubíl hans haustið 2022. Hann hafði áður hlotið tveggja ára dóm fyrir brotið í héraði en þá taldi dómurinn að um nauðgun væri að ræða. Brot mannsins áttu sér stað seint um nótt aðfararnótt 25. september árið 2022. Hún lýsti því að hafa verið niðri í bæ í Reykjavík um nóttina og hafi liðið illa, misst af vinum sínum og týnt bæði síma og veski. Það hafi verið milli klukkan 02:30 og 03:00 sem maðurinn hefði komið akandi á grárri leigubifreið og talað við hana og spurt hvort það væri í lagi með hana. Hefði hún sagt honum að sér liði ekki vel, hún þyrfti að komast heim til sín og hefði hann boðist til að aka henni þangað. Einnig hefði hún sagt honum að hún ætti ekki peninga til að greiða honum fyrir farið en hann sagt að það væri allt í lagi, hann væri hvort sem er á leiðinni suður með sjó. Henni hefði orðið flökurt á leiðinni og hún kastað upp út um opinn glugga bifreiðarinnar. Hefði bílstjórinn þá stöðvað bifreiðina á bensínstöð í Hafnarfirði áður en þau héldu áfram í átt til Reykjanesbæjar. Vaknaði við að maðurinn væri að káfa á kynfærum hennar Hún hafi ítrekað sagt leigubílstjóranum að henni liði ekki vel og að hún þyrfti að loka augunum og hann þá sagt við hana að fara ekki að sofa. Hún hefði þá sagt honum að hún yrði að sofna, annars myndi hún kasta upp. Síðan hefði hún lagst niður og reynt að sofna og hefði hún þá fundið fyrir því að hann hefði verið að nudda á henni bringuna og síðan farið inn á hana og káfað á brjóstum hennar. Hún hefði sagt við hann að hann væri miklu eldri en hún en ekki getað sagt honum að stoppa þar sem hún hefði óttast að hann myndi skilja hana eftir á miðri Reykjanesbrautinni. Hann hefði ítrekað spurt hana hvort ekki væri allt í góðu en hún hefði ekki getað sagt neitt. Leigubílstjórinn hefði síðan fært hönd sína neðar, fyrir utan buxur hennar. Þá hefði hann ítrekað sagt henni að fara ekki að sofa. Hún hefði sofnað og vaknað við það að hann var búinn að setja hönd sína fyrir innan buxur hennar og væri að káfa á kynfærum hennar. Síðan hefði hann stoppað við einhvern afleggjara og farið að kyssa hana. Hún hafi vísað honum að götunni þar sem hún búi og sagt að hún hefði gengið þaðan heim en hann ekið á brott. Stúlkan hafi sagt að hún hefði beðið manninn um að skutla sér á sjúkrahús þar sem henni hefði liðið illa en hann ekki viljað það. Hann hefði í upphafi verið góður við hana og gefið henni vatn eftir að hún kastaði upp og látið hana hafa klút til að þrífa hendurnar og kodda til að leggjast á og hefði hún því treyst honum. Hafi í upphafi verið góður við hana Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp tveggja ára dóm yfir manninum í febrúar. Í niðurstöðukafla dómsins sagði að hann hefði neitað sök í málinu. Hann hefði byggt sýknukröfu á því að háttsemin sem honum var gefin að sök væri ósönnuð og að framburður stúlkunnar hefði verið á reiki, markaður af ölvunarástandi hennar og niðurstaða málsins yrði ekki á honum byggð. Um atvik hafi aðallega verið við framburð mannsins og stúlkunnar að styðjast. Óumdeilt væri að maðurinn hafi verið við störf sem leigubílstjóri þegar atvik gerðust og byggi hann sjálfur á því að hann hafi átt von á greiðslu frá stúlkunni fyrir farið. Lýsing atvika í ákæru væri í meginatriðum í samræmi við framburð stúlkunnar við rannsókn málsins. Bæri þeim um margt saman um atburðarásina utan meints kynferðisbrots. Þannig væri óumdeilt að stúlkan kom inn í leigubifreið mannsins í miðbæ Reykjavíkur. Þaðan hafi hann ekið henni til Reykjanesbæjar og á leiðinni hafi hann þurft að stoppa vegna vanlíðunar stúlkunnar og hún kastað upp minnst einu sinni, út um glugga, á meðan bifreiðin var á ferð. Einnig sé óumdeilt að maðurinn hafi eitthvað aðstoðað stúlkuna á meðan hún var að kasta upp og að þrífa sig í kjölfar þess. Sagði snertingar ekki hafa verið af kynferðislegum toga Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi borið um margt á sama veg fyrir dómi og við rannsókn málsins og hann ekki útilokað að hafa snert stúlkuna en borið um að snertingarnar hefðu ekki verið kynferðislegs eðlis. Hann hafi haldið stúlkunni þegar hún kastaði upp út um glugga bifreiðarinnar en hann hefði óttast að hún dytti út um gluggann og nefnt einnig að hún hefði þá opnað bílhurðina. Þessu hafi stúlkan alfarið hafnað og einnig nefnt, eins og maðurinn tók undir, að hún hefði verið í bílbelti þegar bifreiðin var á ferð. Maðurinn hafi nefnt að við þessar aðstæður hefði hann haldið við bak hennar og einnig annars staðar þar sem hann náði taki. Þá hafi hann kveðist hafa snert hana á bringunni til að kanna hvort hún væri með hjartslátt þegar hann hefði óttast um hana. Hann hafi einnig borið um það að á sama tíma hefði hún verið mikið á hreyfingu og gæti hann því hafa snert brjóst hennar óvart en einnig hafi komið fram hjá honum að hreyfingar stúlkunnar gætu hafa skýrst af því að bifreiðin hefði verið á ferð. Hjá lögreglu hafi hann sagst hafa sett kinn sína að kinn stúlkunnar þegar hann kannaði með andardrátt hennar og þá einnig sett fingur inn í nef hennar. Þá hafi hann sagst hafa haldið um mitti stúlkunnar þegar hann var að aðstoða hana þegar hún kastaði upp fyrir utan bifreiðina. Stúlkan hafi staðfest að þá hefði maðurinn staðið bak við hana og stutt hana. Maðurinn hafi sagt að hann hefði í svona tilviki einnig haldið um maga hennar og þá þurft að ýta henni upp svo hún dytti ekki. Við þær aðstæður hefði hönd hans getað farið hvert sem er og gæti hann þá hafa komið óvart við kynfæri stúlkunnar. Fjarstæðukenndar skýringar Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að framburður mannsins yrði svo skilinn að hann hafi miðað að því að setja fram skýringar á því hvers vegna lífsýni úr honum hefðu fundist á brjósti stúlkunnar og lífsýni úr henni á honum og hvers vegna stúlkan hafi borið um þær snertingar sem í ákæru greinir. Hann hafi þannig leitast nokkuð við að fegra hlut sinn með vísan til þess að hann hefði allan tímann verið að aðstoða stúlkuna. Þá hafi framburður hans um það hvort stúlkan hafi snert stýri og gírstöng bifreiðarinnar verið misvísandi, annars vegar hafi hann sagt að hún hefði verið úti um allt í bifreiðinni og hins vegar að hann hefði ekki séð hana snerta þessa staði. „Eiga þessar lýsingar og skýringar ákærða sér takmarkaða stoð í framburði brotaþola eða málsgögnum. Er það mat dómsins að þær séu um margt fjarstæðukenndar.“ Framburður stúlkunnar stöðugur Í dóminum sagði að í ljósi framangreinds yrði að telja framburð mannsins einstaklega ótrúverðugan auk þess að hafa verið á reiki. Verði á engan hátt fallist á þær ástæður sem hann hafi nefnt fyrir því hvers vegna hann snerti stúlkunna og að hann hefði hugsanlega snert hana óviljandi. Framburður stúlkunnar hefði hins vegar verið stöðugur í gegnum meðferð málsins og samhljóða um öll þau atriði sem máli skipta við úrlausn þess, en hún hefði þrisvar gefið skýrslur við rannsókn málsins auk þess að gefa skýrslur fyrir dómi. Strax í upphafi hafi hún lýst bílstjóranum, bíl hans, munum í bifreiðinni og þeim stöðum sem hún mundi eftir að hann hefði stoppað á í samræmi við það sem síðar kom í ljós. Óumdeilt sé að stúlkan hafi verið mjög ölvuð og veik og dottað á leiðinni og að það hafi haft áhrif á minni hennar hvað varðar þá staði sem maðurinn stoppaði á. Það yrði ekki talið draga úr trúverðugleika hennar og heldur ekki það að fyrir dómi myndi hún ekki hvernig hún hefði setið þegar maðurinn nuddaði kynfæri hennar. Þá staðfesti niðurstöður rannsóknar á lífsýnum að maðurinn snerti brjóst stúlkunnar og í því sambandi skipti ekki máli hvort lífsýnið hafi verið á geirvörtu brotaþola eða utar á brjóstinu. Einnig yrði af þeim ráðið að lífsýni frá stúlkunni bærust á stýri og gírstöng en ekkert lægi fyrir um að stúlkan hefði snert þessa staði og yrði á því byggt að maðurinn hefði sjálfur borið lífsýnin frá stúlkunni á stjórntæki bifreiðarinnar. Þá væri óumdeilt að maðurinn snerti þessa staði við akstur bifreiðarinnar eftir meint brot. Atvikið haft áhrif á stúlkuna til lengri tíma Í dómi héraðsdóms sagði að fyrir lægi með framburði þeirra vitna sem hittu stúlkuna í kjölfar brotsins, og einnig mætti sjá það á upptöku úr búkmyndavél, að stúlkan var í miklu uppnámi eftir atvikið. Einnig yrði af þeim ráðið að stúlkan skýrði þeim eins frá atvikum og í samræmi við skýrslur hennar við meðferð málsins. Eins og atvikum væri háttað væri ekkert fram komið sem bendi til þess að aðkoma föður stúlkunnar að skýrslu sem tekin var af henni á heimili hennar í kjölfar brotsins hafi haft áhrif á framburð hennar, eins og maðurinn hafði byggt á. Einnig yrði af framburðum foreldra stúlkunnar og sálfræðings sem hún leitaði til eftir atvikið ráðið að það hefði haft mikil áhrif á hana til lengri tíma. Sálfræðingurinn hefði lýst því að hann hefði einnig hitt stúlkuna áður en atvikið átti sér stað og væri augljós munur á líðan hennar til hins verra. „Er það mat dómsins að framburður brotaþola fái stoð í framangreindum gögnum. Með vísan til þess verður niðurstaða málsins byggð á trúverðugum framburði brotaþola og telur dómurinn sannað að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem greinir í ákæru,“ sagði í dómi héraðsdóms í febrúar. Nýtti sér slæmar aðstæður og traust Héraðsdómur leit til þess að maðurinn hefði ekki verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi áður. Til refsiþyngingar hafi hins vegar verið litið til þess að brot hans hafi verið gróft, hann hafi notfært sér slæmar aðstæður stúlkunnar og ungan aldur og það traust sem hún bar til hans vegna stöðu hans sem leigubifreiðastjóri. Með brotinu, sem hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir stúlkuna , hafi hann beitt hana grófu ofbeldi og brotið gegn kynfrelsi hennar. Þótt tveggja ára fangelsi hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna í miskabætur, skipuðum verjanda hans 2,4 milljónir í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar, 900 þúsund krónur. Kynferðisleg áreitni en ekki nauðgun Maðurinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Landsréttur bar saman 194. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um önnur kynferðismök sem heyri undir nauðgun. Í skýringum við lagagreinina komi fram að skýra eigi hugtakið „önnur kynferðismök“ fremur þröngt þannig að átt sé við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju sem komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt. Þetta séu athafnir sem veiti eða séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægingu. Hins vegar fjalli 199. grein laganna um kynferðislega áreitni en í henni felist meðal annars að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars innanklæða sem utan. Í skýringum við þá lagagrein segir að kynferðisleg áreietni sé háttsemi kynferðislegs eðlis sem hvorki teljist samræði né önnur kynferðismök. Um efri mörk áreitninnar, það er mörkin gagnvart öðrum kynferðismökum, segir að það sé kynferðisleg áreitni að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum þolanda innan klæða sem utan. Slíkt þukl eða káf geti þó verið á því stigi, ákaft eða langvarandi, að um önnur kynferðismök sé að ræða. Ef fingri er stungið inn í leggöng sé háttsemin komin á annað stig, hún sé orðin önnur kynferðismök Af hliðsjón af lýsingum stúlkunnar sem hafi aðallega svarað leiðandi spurningum um snertinu mannsins við kynfæri hennar, innanklæða og utan, verði maðurinn dæmdur fyrir kynferðislega áreitni en ekki nauðgun. Var dómurinn því styttur í tólf ára fangelsi en niðurstaða héraðsdóms um bætur og sakarkostnað var óröskuð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Reykjavík Leigubílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað seint um nótt aðfararnótt 25. september árið 2022. Hún lýsti því að hafa verið niðri í bæ í Reykjavík um nóttina og hafi liðið illa, misst af vinum sínum og týnt bæði síma og veski. Það hafi verið milli klukkan 02:30 og 03:00 sem maðurinn hefði komið akandi á grárri leigubifreið og talað við hana og spurt hvort það væri í lagi með hana. Hefði hún sagt honum að sér liði ekki vel, hún þyrfti að komast heim til sín og hefði hann boðist til að aka henni þangað. Einnig hefði hún sagt honum að hún ætti ekki peninga til að greiða honum fyrir farið en hann sagt að það væri allt í lagi, hann væri hvort sem er á leiðinni suður með sjó. Henni hefði orðið flökurt á leiðinni og hún kastað upp út um opinn glugga bifreiðarinnar. Hefði bílstjórinn þá stöðvað bifreiðina á bensínstöð í Hafnarfirði áður en þau héldu áfram í átt til Reykjanesbæjar. Vaknaði við að maðurinn væri að káfa á kynfærum hennar Hún hafi ítrekað sagt leigubílstjóranum að henni liði ekki vel og að hún þyrfti að loka augunum og hann þá sagt við hana að fara ekki að sofa. Hún hefði þá sagt honum að hún yrði að sofna, annars myndi hún kasta upp. Síðan hefði hún lagst niður og reynt að sofna og hefði hún þá fundið fyrir því að hann hefði verið að nudda á henni bringuna og síðan farið inn á hana og káfað á brjóstum hennar. Hún hefði sagt við hann að hann væri miklu eldri en hún en ekki getað sagt honum að stoppa þar sem hún hefði óttast að hann myndi skilja hana eftir á miðri Reykjanesbrautinni. Hann hefði ítrekað spurt hana hvort ekki væri allt í góðu en hún hefði ekki getað sagt neitt. Leigubílstjórinn hefði síðan fært hönd sína neðar, fyrir utan buxur hennar. Þá hefði hann ítrekað sagt henni að fara ekki að sofa. Hún hefði sofnað og vaknað við það að hann var búinn að setja hönd sína fyrir innan buxur hennar og væri að káfa á kynfærum hennar. Síðan hefði hann stoppað við einhvern afleggjara og farið að kyssa hana. Hún hafi vísað honum að götunni þar sem hún búi og sagt að hún hefði gengið þaðan heim en hann ekið á brott. Stúlkan hafi sagt að hún hefði beðið manninn um að skutla sér á sjúkrahús þar sem henni hefði liðið illa en hann ekki viljað það. Hann hefði í upphafi verið góður við hana og gefið henni vatn eftir að hún kastaði upp og látið hana hafa klút til að þrífa hendurnar og kodda til að leggjast á og hefði hún því treyst honum. Hafi í upphafi verið góður við hana Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp tveggja ára dóm yfir manninum í febrúar. Í niðurstöðukafla dómsins sagði að hann hefði neitað sök í málinu. Hann hefði byggt sýknukröfu á því að háttsemin sem honum var gefin að sök væri ósönnuð og að framburður stúlkunnar hefði verið á reiki, markaður af ölvunarástandi hennar og niðurstaða málsins yrði ekki á honum byggð. Um atvik hafi aðallega verið við framburð mannsins og stúlkunnar að styðjast. Óumdeilt væri að maðurinn hafi verið við störf sem leigubílstjóri þegar atvik gerðust og byggi hann sjálfur á því að hann hafi átt von á greiðslu frá stúlkunni fyrir farið. Lýsing atvika í ákæru væri í meginatriðum í samræmi við framburð stúlkunnar við rannsókn málsins. Bæri þeim um margt saman um atburðarásina utan meints kynferðisbrots. Þannig væri óumdeilt að stúlkan kom inn í leigubifreið mannsins í miðbæ Reykjavíkur. Þaðan hafi hann ekið henni til Reykjanesbæjar og á leiðinni hafi hann þurft að stoppa vegna vanlíðunar stúlkunnar og hún kastað upp minnst einu sinni, út um glugga, á meðan bifreiðin var á ferð. Einnig sé óumdeilt að maðurinn hafi eitthvað aðstoðað stúlkuna á meðan hún var að kasta upp og að þrífa sig í kjölfar þess. Sagði snertingar ekki hafa verið af kynferðislegum toga Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi borið um margt á sama veg fyrir dómi og við rannsókn málsins og hann ekki útilokað að hafa snert stúlkuna en borið um að snertingarnar hefðu ekki verið kynferðislegs eðlis. Hann hafi haldið stúlkunni þegar hún kastaði upp út um glugga bifreiðarinnar en hann hefði óttast að hún dytti út um gluggann og nefnt einnig að hún hefði þá opnað bílhurðina. Þessu hafi stúlkan alfarið hafnað og einnig nefnt, eins og maðurinn tók undir, að hún hefði verið í bílbelti þegar bifreiðin var á ferð. Maðurinn hafi nefnt að við þessar aðstæður hefði hann haldið við bak hennar og einnig annars staðar þar sem hann náði taki. Þá hafi hann kveðist hafa snert hana á bringunni til að kanna hvort hún væri með hjartslátt þegar hann hefði óttast um hana. Hann hafi einnig borið um það að á sama tíma hefði hún verið mikið á hreyfingu og gæti hann því hafa snert brjóst hennar óvart en einnig hafi komið fram hjá honum að hreyfingar stúlkunnar gætu hafa skýrst af því að bifreiðin hefði verið á ferð. Hjá lögreglu hafi hann sagst hafa sett kinn sína að kinn stúlkunnar þegar hann kannaði með andardrátt hennar og þá einnig sett fingur inn í nef hennar. Þá hafi hann sagst hafa haldið um mitti stúlkunnar þegar hann var að aðstoða hana þegar hún kastaði upp fyrir utan bifreiðina. Stúlkan hafi staðfest að þá hefði maðurinn staðið bak við hana og stutt hana. Maðurinn hafi sagt að hann hefði í svona tilviki einnig haldið um maga hennar og þá þurft að ýta henni upp svo hún dytti ekki. Við þær aðstæður hefði hönd hans getað farið hvert sem er og gæti hann þá hafa komið óvart við kynfæri stúlkunnar. Fjarstæðukenndar skýringar Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að framburður mannsins yrði svo skilinn að hann hafi miðað að því að setja fram skýringar á því hvers vegna lífsýni úr honum hefðu fundist á brjósti stúlkunnar og lífsýni úr henni á honum og hvers vegna stúlkan hafi borið um þær snertingar sem í ákæru greinir. Hann hafi þannig leitast nokkuð við að fegra hlut sinn með vísan til þess að hann hefði allan tímann verið að aðstoða stúlkuna. Þá hafi framburður hans um það hvort stúlkan hafi snert stýri og gírstöng bifreiðarinnar verið misvísandi, annars vegar hafi hann sagt að hún hefði verið úti um allt í bifreiðinni og hins vegar að hann hefði ekki séð hana snerta þessa staði. „Eiga þessar lýsingar og skýringar ákærða sér takmarkaða stoð í framburði brotaþola eða málsgögnum. Er það mat dómsins að þær séu um margt fjarstæðukenndar.“ Framburður stúlkunnar stöðugur Í dóminum sagði að í ljósi framangreinds yrði að telja framburð mannsins einstaklega ótrúverðugan auk þess að hafa verið á reiki. Verði á engan hátt fallist á þær ástæður sem hann hafi nefnt fyrir því hvers vegna hann snerti stúlkunna og að hann hefði hugsanlega snert hana óviljandi. Framburður stúlkunnar hefði hins vegar verið stöðugur í gegnum meðferð málsins og samhljóða um öll þau atriði sem máli skipta við úrlausn þess, en hún hefði þrisvar gefið skýrslur við rannsókn málsins auk þess að gefa skýrslur fyrir dómi. Strax í upphafi hafi hún lýst bílstjóranum, bíl hans, munum í bifreiðinni og þeim stöðum sem hún mundi eftir að hann hefði stoppað á í samræmi við það sem síðar kom í ljós. Óumdeilt sé að stúlkan hafi verið mjög ölvuð og veik og dottað á leiðinni og að það hafi haft áhrif á minni hennar hvað varðar þá staði sem maðurinn stoppaði á. Það yrði ekki talið draga úr trúverðugleika hennar og heldur ekki það að fyrir dómi myndi hún ekki hvernig hún hefði setið þegar maðurinn nuddaði kynfæri hennar. Þá staðfesti niðurstöður rannsóknar á lífsýnum að maðurinn snerti brjóst stúlkunnar og í því sambandi skipti ekki máli hvort lífsýnið hafi verið á geirvörtu brotaþola eða utar á brjóstinu. Einnig yrði af þeim ráðið að lífsýni frá stúlkunni bærust á stýri og gírstöng en ekkert lægi fyrir um að stúlkan hefði snert þessa staði og yrði á því byggt að maðurinn hefði sjálfur borið lífsýnin frá stúlkunni á stjórntæki bifreiðarinnar. Þá væri óumdeilt að maðurinn snerti þessa staði við akstur bifreiðarinnar eftir meint brot. Atvikið haft áhrif á stúlkuna til lengri tíma Í dómi héraðsdóms sagði að fyrir lægi með framburði þeirra vitna sem hittu stúlkuna í kjölfar brotsins, og einnig mætti sjá það á upptöku úr búkmyndavél, að stúlkan var í miklu uppnámi eftir atvikið. Einnig yrði af þeim ráðið að stúlkan skýrði þeim eins frá atvikum og í samræmi við skýrslur hennar við meðferð málsins. Eins og atvikum væri háttað væri ekkert fram komið sem bendi til þess að aðkoma föður stúlkunnar að skýrslu sem tekin var af henni á heimili hennar í kjölfar brotsins hafi haft áhrif á framburð hennar, eins og maðurinn hafði byggt á. Einnig yrði af framburðum foreldra stúlkunnar og sálfræðings sem hún leitaði til eftir atvikið ráðið að það hefði haft mikil áhrif á hana til lengri tíma. Sálfræðingurinn hefði lýst því að hann hefði einnig hitt stúlkuna áður en atvikið átti sér stað og væri augljós munur á líðan hennar til hins verra. „Er það mat dómsins að framburður brotaþola fái stoð í framangreindum gögnum. Með vísan til þess verður niðurstaða málsins byggð á trúverðugum framburði brotaþola og telur dómurinn sannað að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem greinir í ákæru,“ sagði í dómi héraðsdóms í febrúar. Nýtti sér slæmar aðstæður og traust Héraðsdómur leit til þess að maðurinn hefði ekki verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi áður. Til refsiþyngingar hafi hins vegar verið litið til þess að brot hans hafi verið gróft, hann hafi notfært sér slæmar aðstæður stúlkunnar og ungan aldur og það traust sem hún bar til hans vegna stöðu hans sem leigubifreiðastjóri. Með brotinu, sem hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir stúlkuna , hafi hann beitt hana grófu ofbeldi og brotið gegn kynfrelsi hennar. Þótt tveggja ára fangelsi hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna í miskabætur, skipuðum verjanda hans 2,4 milljónir í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar, 900 þúsund krónur. Kynferðisleg áreitni en ekki nauðgun Maðurinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Landsréttur bar saman 194. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um önnur kynferðismök sem heyri undir nauðgun. Í skýringum við lagagreinina komi fram að skýra eigi hugtakið „önnur kynferðismök“ fremur þröngt þannig að átt sé við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju sem komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt. Þetta séu athafnir sem veiti eða séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægingu. Hins vegar fjalli 199. grein laganna um kynferðislega áreitni en í henni felist meðal annars að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars innanklæða sem utan. Í skýringum við þá lagagrein segir að kynferðisleg áreietni sé háttsemi kynferðislegs eðlis sem hvorki teljist samræði né önnur kynferðismök. Um efri mörk áreitninnar, það er mörkin gagnvart öðrum kynferðismökum, segir að það sé kynferðisleg áreitni að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum þolanda innan klæða sem utan. Slíkt þukl eða káf geti þó verið á því stigi, ákaft eða langvarandi, að um önnur kynferðismök sé að ræða. Ef fingri er stungið inn í leggöng sé háttsemin komin á annað stig, hún sé orðin önnur kynferðismök Af hliðsjón af lýsingum stúlkunnar sem hafi aðallega svarað leiðandi spurningum um snertinu mannsins við kynfæri hennar, innanklæða og utan, verði maðurinn dæmdur fyrir kynferðislega áreitni en ekki nauðgun. Var dómurinn því styttur í tólf ára fangelsi en niðurstaða héraðsdóms um bætur og sakarkostnað var óröskuð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Reykjavík Leigubílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira