Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 08:00 Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun