Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar 19. desember 2024 09:32 Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu. Það fór soldið í mig að sjá hversu lítið afstaðin kosningabarátta snerist um fólkið sem er að byggja upp þetta land - mæðurnar. Það virðast allir vera varir við það að fólksfjölgun fer minnkandi og það koma stórar greinar út í blöðum um lága frjósemi Íslendinga, ásamt stórri umræðu um innflytjendur og þeirra vanda, en hvað um okkur mæðurnar: Konurnar sem búa til fólkið sem heldur landinu og öllum heiminum gangandi? Það var líka stór umræða á samfélagsmiðlum nýlega þar sem mikið af mæðrum voru að deila reynslu sinni á fæðingarorlofinu: hversu erfitt og stressandi það var vegna mikillar óvissu um leikskólapláss, pössun og efnahagsleg vandamál. Það voru margar sem duttu í mikla skuld, kvíða, þunglyndi og margt fleira. Það ER ORÐIÐ svo slæmt að margar þeirra sem urðu óléttar í annað sinn, hafa farið í fóstureyðingu vegna kvíða um að eignast annað barn og þurfa að ganga í gegnum þessi sömu vandamál aftur. Hvernig er það ekki stórt vandamál sem við ættum öll að vera að tala um og reyna að laga núna, áður en það verður enn verra? Ég vil endilega biðla til nýrrar ríkisstjórnar að hugsa um mæðurnar, því þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp! Við viljum flest vera lengur með börnin okkar heima, því flestir sem þú spyrð vilja fá að vera heima með barninu sínu fyrsta árið eða - í það minnsta - hafa val um að minnka við sig vinnu. Það er mitt mat að við séum að fara afturábak í þessum efnum, enda var t.d. fæðingarorlofsréttur í Lettlandi 2 ár fyrir 30 árum og flest börn fóru í leikskóla 3ára eins og margir sérfræðingar mæla með. Það kostar líka meira að eignast barn en ekki minna, eins og fæðingarorlofsgreiðslur myndu gefa til kynna. Því þú hefur minni tíma til að elda eitthvað ódýrt, þarft að kaupa fullt af hlutum ásamt því að þurfa að borga rándýrum dagmömmum, svo einhvað sé nefnt. En það stóra sem ég tel að þurfi að gerast í kjölfar þessara breytinga - sem við getum gert NÚNA - er stór samfélagsleg hugarfarsleg breyting. Við erum nefnilega öll ÞORPIÐ. Við getum öll hjálpað mæðrum og foreldrum og stutt við bakið á þeim. Eins og að skafa vel af gangstéttum svo að fólk með vagna komist leiða sinna, sína foreldrum þolinmæði og gefa þeim falleg bros frekar en svipi. Hjálpa mæðrum með vagna sína inn í strætó og standa upp fyrir þeim ef þú situr á vagna svæðinu eða sérð móður halda á barni sínu standandi í fullum strætó. Gefa barninu bros og veita því athygli svo að foreldrið geti fengið smá andlega hvíld og að vera ekki með læti við hliðina á sofandi barni, líta vel í kringum sig áður en þú brunar af stað á mótorhjólinu þínu og lætur lítið barn fara að gráta og svo fullt fleira. Einnig þurfum við sem samfélag að sýna barnafjölskyldum að þau eru velkomin og partur af þessu samfélagi: eins og að leyfa fólki að vinna hlutastarf meðan það er með lítið kríli heima, og vera með leiksvæði á kaffihúsum þar sem fólk getur fengið sér kaffi en líka tekið börnin sín með. Fólk sem hefur búið erlendis getur komið með mörg dæmi um það hvernig börn séu meira velkomin í þeirra landi en hér: eins og að hittast vikulega á bókasafninu í sögustund, eins og í bretlandi; eða opnir leikskólar á sumrin í Svíþjóð, þar sem foreldrar geta komið með börnin sín en þar eru samt leikskólakennarar að leika við krakkana. Það virðist vera fækkun á svæðum fyrir foreldra, eins og það sé verið að segja hið gagnstæð:, “þið eruð ekki velkomin hér”. Þar er t.d. hægt að nefna fækkun leiksvæða á kaffihúsum og Kringlan virðist vilja segja “þú mátt koma og setja barnið þitt í pössun hjá okkur annars er það ekki velkomið”, með fækkun sinni á leiksvæðum á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Ég hef fundið fyrir mun meiri aðstoð og hlýju frá t.d. Japönum, hér á landi, sem standa við bakið á fjölskyldum í kjarna síns samfélags, eins og að fá hjálp með vagninn og hlýlegt viðmót frekar en íslendingunum sem virðast hafa það hugarfar að þetta sé mín ákvörðun og því mitt vandamál. Ég get nefnt ótal fleirri dæmi og móðirinn eða foreldrið við hliðina á þér getur það eflaust líka, en við þurfum að gera betur, sem samfélag og sem einstaklingar. Það tekur aðeins þessa littlu hugarfarslegu breytingu. Að sýna skilning, þakklæti og ánægju til fólks sem tekur þá ákvörðun að eiga börn ( sem er fullt starf í sjálfum sér) í þessu erfiða samfélagslega umhverfi sem við búum í, með fullt starf, áhugamál og vini. Ég er ekki að skrifa þetta til að fá vorkun eða aðstoð, heldur til að byrja samfélagslega umræðu um það hvernig við getum öll saman stutt við bakið á foreldrum en ekki bara beðið eftir því að stjórnvöld geri eitthvað. Við þurfum klárlega að gera betur í málum foreldra og hjálpa fólki að eiga efni á þaki yfir höfuðið og geta keypt sér mat, en við þurfum líka að gera samfélagslega hugarfarslega breytingu. Þar sem við stöndum þétt saman með foreldrum og hjálpumst að við að gera þetta samfélag og land barnvænt á fleiri en einn veg. Við getum öll verið þorpið sem þetta fólk þarf og á skilið að fá. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Fjölskyldumál Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu. Það fór soldið í mig að sjá hversu lítið afstaðin kosningabarátta snerist um fólkið sem er að byggja upp þetta land - mæðurnar. Það virðast allir vera varir við það að fólksfjölgun fer minnkandi og það koma stórar greinar út í blöðum um lága frjósemi Íslendinga, ásamt stórri umræðu um innflytjendur og þeirra vanda, en hvað um okkur mæðurnar: Konurnar sem búa til fólkið sem heldur landinu og öllum heiminum gangandi? Það var líka stór umræða á samfélagsmiðlum nýlega þar sem mikið af mæðrum voru að deila reynslu sinni á fæðingarorlofinu: hversu erfitt og stressandi það var vegna mikillar óvissu um leikskólapláss, pössun og efnahagsleg vandamál. Það voru margar sem duttu í mikla skuld, kvíða, þunglyndi og margt fleira. Það ER ORÐIÐ svo slæmt að margar þeirra sem urðu óléttar í annað sinn, hafa farið í fóstureyðingu vegna kvíða um að eignast annað barn og þurfa að ganga í gegnum þessi sömu vandamál aftur. Hvernig er það ekki stórt vandamál sem við ættum öll að vera að tala um og reyna að laga núna, áður en það verður enn verra? Ég vil endilega biðla til nýrrar ríkisstjórnar að hugsa um mæðurnar, því þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp! Við viljum flest vera lengur með börnin okkar heima, því flestir sem þú spyrð vilja fá að vera heima með barninu sínu fyrsta árið eða - í það minnsta - hafa val um að minnka við sig vinnu. Það er mitt mat að við séum að fara afturábak í þessum efnum, enda var t.d. fæðingarorlofsréttur í Lettlandi 2 ár fyrir 30 árum og flest börn fóru í leikskóla 3ára eins og margir sérfræðingar mæla með. Það kostar líka meira að eignast barn en ekki minna, eins og fæðingarorlofsgreiðslur myndu gefa til kynna. Því þú hefur minni tíma til að elda eitthvað ódýrt, þarft að kaupa fullt af hlutum ásamt því að þurfa að borga rándýrum dagmömmum, svo einhvað sé nefnt. En það stóra sem ég tel að þurfi að gerast í kjölfar þessara breytinga - sem við getum gert NÚNA - er stór samfélagsleg hugarfarsleg breyting. Við erum nefnilega öll ÞORPIÐ. Við getum öll hjálpað mæðrum og foreldrum og stutt við bakið á þeim. Eins og að skafa vel af gangstéttum svo að fólk með vagna komist leiða sinna, sína foreldrum þolinmæði og gefa þeim falleg bros frekar en svipi. Hjálpa mæðrum með vagna sína inn í strætó og standa upp fyrir þeim ef þú situr á vagna svæðinu eða sérð móður halda á barni sínu standandi í fullum strætó. Gefa barninu bros og veita því athygli svo að foreldrið geti fengið smá andlega hvíld og að vera ekki með læti við hliðina á sofandi barni, líta vel í kringum sig áður en þú brunar af stað á mótorhjólinu þínu og lætur lítið barn fara að gráta og svo fullt fleira. Einnig þurfum við sem samfélag að sýna barnafjölskyldum að þau eru velkomin og partur af þessu samfélagi: eins og að leyfa fólki að vinna hlutastarf meðan það er með lítið kríli heima, og vera með leiksvæði á kaffihúsum þar sem fólk getur fengið sér kaffi en líka tekið börnin sín með. Fólk sem hefur búið erlendis getur komið með mörg dæmi um það hvernig börn séu meira velkomin í þeirra landi en hér: eins og að hittast vikulega á bókasafninu í sögustund, eins og í bretlandi; eða opnir leikskólar á sumrin í Svíþjóð, þar sem foreldrar geta komið með börnin sín en þar eru samt leikskólakennarar að leika við krakkana. Það virðist vera fækkun á svæðum fyrir foreldra, eins og það sé verið að segja hið gagnstæð:, “þið eruð ekki velkomin hér”. Þar er t.d. hægt að nefna fækkun leiksvæða á kaffihúsum og Kringlan virðist vilja segja “þú mátt koma og setja barnið þitt í pössun hjá okkur annars er það ekki velkomið”, með fækkun sinni á leiksvæðum á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Ég hef fundið fyrir mun meiri aðstoð og hlýju frá t.d. Japönum, hér á landi, sem standa við bakið á fjölskyldum í kjarna síns samfélags, eins og að fá hjálp með vagninn og hlýlegt viðmót frekar en íslendingunum sem virðast hafa það hugarfar að þetta sé mín ákvörðun og því mitt vandamál. Ég get nefnt ótal fleirri dæmi og móðirinn eða foreldrið við hliðina á þér getur það eflaust líka, en við þurfum að gera betur, sem samfélag og sem einstaklingar. Það tekur aðeins þessa littlu hugarfarslegu breytingu. Að sýna skilning, þakklæti og ánægju til fólks sem tekur þá ákvörðun að eiga börn ( sem er fullt starf í sjálfum sér) í þessu erfiða samfélagslega umhverfi sem við búum í, með fullt starf, áhugamál og vini. Ég er ekki að skrifa þetta til að fá vorkun eða aðstoð, heldur til að byrja samfélagslega umræðu um það hvernig við getum öll saman stutt við bakið á foreldrum en ekki bara beðið eftir því að stjórnvöld geri eitthvað. Við þurfum klárlega að gera betur í málum foreldra og hjálpa fólki að eiga efni á þaki yfir höfuðið og geta keypt sér mat, en við þurfum líka að gera samfélagslega hugarfarslega breytingu. Þar sem við stöndum þétt saman með foreldrum og hjálpumst að við að gera þetta samfélag og land barnvænt á fleiri en einn veg. Við getum öll verið þorpið sem þetta fólk þarf og á skilið að fá. Höfundur er móðir.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar