Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 08:13 Deilurnar innan Repúblikanaflokksins um fjárlagafrumvarpið hafa veikt stöðu Mikes Johnson, þingforseta, verulega. AP/Jose Luis Magana Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira