Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 13:41 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Sprengjur hafa einnig fundist í Póllandi. Samkvæmt frétt New York Times fengu bandarískir embættismenn veður af því að Rússar hefðu sett sér það markmið að koma eldsprengjum gegnum skoðanir og í flugvélar til Bandaríkjanna. Innan veggja Hvíta hússins voru Bandaríkjamenn með samtöl milli leiðtoga GRU um sprengjurnar og þessar tilraunasendingar. Þeir munu hafa talað um að útbúa þær þannig að eldar áttu að kvikna þegar pakkarnir voru komnir til Bandaríkjanna og Kanada. Pakkar sem þessir eru yfirleitt fluttir með fragtflugvélum en geta verið fluttir um borð í hefðbundnum farþegaflugvélum með tilheyrandi hættu fyrir fólk. Hringdu til Rússlands Í viðtali við NYT staðfesti Alejandro Mayorkas, fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að markmið Rússa hafi verið að koma eldsprengjum til Bandaríkjanna og að reglur varðandi könnun pakka sem sendir eru þangað hafi verið hertar í kjölfarið. Biden skipaði þjóðaröryggisráðgjafa sínum og yfirmanni CIA að senda aðstoðarmönnum Pútíns viðvörun. Að ef skemmdarverk af þessu tagi myndu valda mannfalli í háloftunum eða á jörðu niðri yrðu Rússar dregnir til ábyrgðar. Ekki fylgdi viðvöruninni hvernig það yrði gert en skilaboðun munu hafa verið skýr. Skuggastríð Bandaríkjanna og Rússlands myndi ná nýjum hæðum. Óljóst er hvort að viðvaranirnar náðu til Pútíns og ef svo er, hvað hann hafi ákveðið að gera. Eldsprengjur hafa þó ekki fundist frá því í sumar. Biden hefur ekki rætt við Pútín frá því í byrjun árs 2022. Donald Trump, sem tekur embætti 20. janúar, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að ræða við Pútín og mögulega funda með honum mjög fljótlega. Embættismenn segjast þó hafa áhyggjur af því að Rússar séu einfaldlega að þróa betri eldsprengjur sem erfiðara er að finna. Blandaður hernaður í Evrópu Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði í fyrra við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Frá því Kahl gaf út þessa viðvörun hafa margir sæstrengir í Evrópu verið skemmdir. Talið er að það hafi verið gert af Rússum og hafa nokkrir strengir verið skemmdir á Eystrasalti. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins tilkynntu á fundi aðildarríkja við Eystrasalt í Helsinki í Finnlandi í dag að auka ætti viðveru bandalagsins á svæðinu. Markmiðið væri að verja sæstrengi betur og verður notast við freigátur og eftirlitsflugvélar. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, sagði þar að auki, samkvæmt AP fréttaveitunni, að notast yrði við smáan flota dróna til að bæta eftirlit og varnir á Eystrasalti. Rutte sagði einnig að ríki NATO myndu ekki sætta sig við árásir á svo mikilvæga innviði og að þær myndu hafa afleiðingar, eins og það að leggja hald á skip sem notuð yrðu til skemmdarverka. Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bretland Pólland Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Sprengjur hafa einnig fundist í Póllandi. Samkvæmt frétt New York Times fengu bandarískir embættismenn veður af því að Rússar hefðu sett sér það markmið að koma eldsprengjum gegnum skoðanir og í flugvélar til Bandaríkjanna. Innan veggja Hvíta hússins voru Bandaríkjamenn með samtöl milli leiðtoga GRU um sprengjurnar og þessar tilraunasendingar. Þeir munu hafa talað um að útbúa þær þannig að eldar áttu að kvikna þegar pakkarnir voru komnir til Bandaríkjanna og Kanada. Pakkar sem þessir eru yfirleitt fluttir með fragtflugvélum en geta verið fluttir um borð í hefðbundnum farþegaflugvélum með tilheyrandi hættu fyrir fólk. Hringdu til Rússlands Í viðtali við NYT staðfesti Alejandro Mayorkas, fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að markmið Rússa hafi verið að koma eldsprengjum til Bandaríkjanna og að reglur varðandi könnun pakka sem sendir eru þangað hafi verið hertar í kjölfarið. Biden skipaði þjóðaröryggisráðgjafa sínum og yfirmanni CIA að senda aðstoðarmönnum Pútíns viðvörun. Að ef skemmdarverk af þessu tagi myndu valda mannfalli í háloftunum eða á jörðu niðri yrðu Rússar dregnir til ábyrgðar. Ekki fylgdi viðvöruninni hvernig það yrði gert en skilaboðun munu hafa verið skýr. Skuggastríð Bandaríkjanna og Rússlands myndi ná nýjum hæðum. Óljóst er hvort að viðvaranirnar náðu til Pútíns og ef svo er, hvað hann hafi ákveðið að gera. Eldsprengjur hafa þó ekki fundist frá því í sumar. Biden hefur ekki rætt við Pútín frá því í byrjun árs 2022. Donald Trump, sem tekur embætti 20. janúar, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að ræða við Pútín og mögulega funda með honum mjög fljótlega. Embættismenn segjast þó hafa áhyggjur af því að Rússar séu einfaldlega að þróa betri eldsprengjur sem erfiðara er að finna. Blandaður hernaður í Evrópu Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði í fyrra við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Frá því Kahl gaf út þessa viðvörun hafa margir sæstrengir í Evrópu verið skemmdir. Talið er að það hafi verið gert af Rússum og hafa nokkrir strengir verið skemmdir á Eystrasalti. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins tilkynntu á fundi aðildarríkja við Eystrasalt í Helsinki í Finnlandi í dag að auka ætti viðveru bandalagsins á svæðinu. Markmiðið væri að verja sæstrengi betur og verður notast við freigátur og eftirlitsflugvélar. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, sagði þar að auki, samkvæmt AP fréttaveitunni, að notast yrði við smáan flota dróna til að bæta eftirlit og varnir á Eystrasalti. Rutte sagði einnig að ríki NATO myndu ekki sætta sig við árásir á svo mikilvæga innviði og að þær myndu hafa afleiðingar, eins og það að leggja hald á skip sem notuð yrðu til skemmdarverka.
Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bretland Pólland Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. 14. janúar 2025 12:01
Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31