Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 08:59 Alexandra segir gott að sonur hennar hafi verið með vettlinga og húfu. Aðsend Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall. „Það var um fimmleytið á fimmtudaginn þegar hann fór út með vini sínum. Þeir fundu ósprungna tertu úti á einhverju hringtorgi,“ segir Alexandra. Sonur hennar og vinur hans hafi farið heim með sprengjuna, sótt kveikjara og kveikt í tertunni sjálfri bak við heimili þeirra. „Þeir kveiktu í tertunni og hún sprakk strax beint í andlitið á honum.“ Hún segir vini hans hafa verið mjög brugðið en hann hafi sem betur fer sloppið við alvarleg meiðsli. Sonur Alexöndru er alvarlega slasaður.Aðsend Lófastærð af hári sviðið af hægra megin Alexandra segir þá hafa strax hrópað á hjálp og hringt í foreldra sína og náð í föður vinar hans. „Hann kemur strax og hringir á sjúkrabíl sem kemur strax,“ segir Alexandra. Sonur hennar var á þessum tímapunkti búinn að ná á hana og hún náði heim rétt áður en sjúkrabíllinn fór með hann upp á slysadeild. „Lófastærð af hári var sviðið af hægra megin og báðar augabrúnir og öll augnhár. Hann er með ljótan skurð fyrir ofan aðra augabrúnina sem þurfti að sauma saman. Svo er hann auðvitað allur brenndur í framan en var það heppinn að hann brenndist ekki það alvarlega að hann þyrfti að fara í sóttkví.“ Sonur hennar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.Aðsend Enn á verkjalyfjum Alexandra segir son sinn hafa fengið sterk verkjalyf um leið og hann kom upp á bráðamóttöku og sé enn á verkjalyfjum. „Hann var auðvitað líka allur í sóti og púðurögnum og húfan í tætlum. Sem betur fer var hann með húfu og hanska en það sér á þessu öllu, og úlpunni líka.“ Frá bráðamóttökunni fór sonur hennar á Barnaspítalann þar sem hann dvaldi í nokkra daga áður en hann fékk svo loks að fara heim í vikunni. Tvísýnt var um tíma hvort hann myndi missa sjón á öðru auganu.Aðsend Alexandra segir það hafa verið tvísýnt um tíma hvort hann myndi missa sjón á öðru auganu. Hann hafi verið afar bólginn og með sýkingu. „Hann náði ekkert að opna augað og sá óskýrt þannig augnlæknir náði ekki almennilega að meta sjónina daginn aftur. En við förum aftur í vikunni til að athuga með það. Hann sér vel með vinstra auganu og er farinn að sjá skýrar með því hægra,“ segir Alexandra. „Það er dagamunur á honum en þetta verður bara langt bataferli. Allar háræðar og taugaendar í andlitinu eru í lagi og það er mjög gott. Það eru rispur á augnhimnunni en hann var auðvitað bara heppinn að hafa ekki misst augað og brunnið verr. Hann var ótrúlega heppinn með það. Læknarnir telja núna að þetta eigi allt eftir að ganga til baka.“ Áfram frá vinnu Alexandra á von á því að sonur hennar verði heima í einhverja stund og þarf á meðan nokkuð mikla aðstoð. Hún hefur því verið með honum heima síðustu daga og sér fram á að vera áfram frá vinnu. Sárið sé opið og hann á verkjastillandi. Þá þarf einnig að aðstoða hann við að bera á augun og andlit krem. „Ég er búin að vera í fríi frá vinnu. Hann er svo ungur enn og getur ekki sett þetta sjálfur á sig. Svo er hann farinn að klæja í sárin þannig maður verður að vera hjá honum til að fylgjast með honum.“ Hún segir son sinn afar verkjaðan. „Hann fær verkjalyf á um fjögurra tíma fresti og er illt í húðinni, skurðinum og augnhárin eru svo að stingast í hann, þetta eru bara brenndir stubbar. Þetta er allt sárt fyrir hann en hann er voða sterkur.“ Hún segist vona að örin eigi eftir að gróa með honum og það muni ekki sjá of mikið á honum í framtíðinni. Það eigi eftir að koma í ljós. „En hann verður með ör. Hárið kemur líklega til baka en þetta á eftir að taka einhvern tíma. Við vitum ekki með augað en við erum bjartsýn á að það verði í lagi.“ Alexandra segir engin vitni að slysinu en einn maður í húsinu hennar hafi verið að koma út þegar þeir voru búnir að sprengja. Hann hafi ekki stöðvað til að aðstoða drengina þó að þeir hafi verið að hrópa á hjálp. „Ef eitthvað barn öskrar á hjálp eða þú sérð að eitthvað er að, þá er mikilvægt að fólk hundsi það ekki.“ Galið að skilja svona eftir Alexandra brýnir fyrir foreldrum að ræða vel við börnin sín á þessum árstíma en segir þó ábyrgðina alls ekki liggja hjá börnum. „Það er auðvitað ekki í lagi að skilja svona eftir. Þetta eru bara sprengiefni og að einhver skilji eftir ósprungna sprengju er alveg galið.“ „Ef þú veist að sprengjan er ónýt, ekki skilja hana eftir. Það er enginn að fara að finna þetta nema litlir fingur. Sama hvað þú segir við barnið þitt, ég hef oft varað við þessu, þá er þetta alltaf spennandi. Þess vegna er það okkar að taka upp eftir okkur. Við eigum ekki að skilja þetta rusl eftir fyrir börnin. Það er enginn annar að fara að taka þetta en þau ef við gerum það ekki. Sérstaklega ef það er ósprungin sprengja. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur en þetta er því miður algengt á þessum árstíma,“ segir Alexandra. Flugeldar Slysavarnir Mosfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Það var um fimmleytið á fimmtudaginn þegar hann fór út með vini sínum. Þeir fundu ósprungna tertu úti á einhverju hringtorgi,“ segir Alexandra. Sonur hennar og vinur hans hafi farið heim með sprengjuna, sótt kveikjara og kveikt í tertunni sjálfri bak við heimili þeirra. „Þeir kveiktu í tertunni og hún sprakk strax beint í andlitið á honum.“ Hún segir vini hans hafa verið mjög brugðið en hann hafi sem betur fer sloppið við alvarleg meiðsli. Sonur Alexöndru er alvarlega slasaður.Aðsend Lófastærð af hári sviðið af hægra megin Alexandra segir þá hafa strax hrópað á hjálp og hringt í foreldra sína og náð í föður vinar hans. „Hann kemur strax og hringir á sjúkrabíl sem kemur strax,“ segir Alexandra. Sonur hennar var á þessum tímapunkti búinn að ná á hana og hún náði heim rétt áður en sjúkrabíllinn fór með hann upp á slysadeild. „Lófastærð af hári var sviðið af hægra megin og báðar augabrúnir og öll augnhár. Hann er með ljótan skurð fyrir ofan aðra augabrúnina sem þurfti að sauma saman. Svo er hann auðvitað allur brenndur í framan en var það heppinn að hann brenndist ekki það alvarlega að hann þyrfti að fara í sóttkví.“ Sonur hennar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.Aðsend Enn á verkjalyfjum Alexandra segir son sinn hafa fengið sterk verkjalyf um leið og hann kom upp á bráðamóttöku og sé enn á verkjalyfjum. „Hann var auðvitað líka allur í sóti og púðurögnum og húfan í tætlum. Sem betur fer var hann með húfu og hanska en það sér á þessu öllu, og úlpunni líka.“ Frá bráðamóttökunni fór sonur hennar á Barnaspítalann þar sem hann dvaldi í nokkra daga áður en hann fékk svo loks að fara heim í vikunni. Tvísýnt var um tíma hvort hann myndi missa sjón á öðru auganu.Aðsend Alexandra segir það hafa verið tvísýnt um tíma hvort hann myndi missa sjón á öðru auganu. Hann hafi verið afar bólginn og með sýkingu. „Hann náði ekkert að opna augað og sá óskýrt þannig augnlæknir náði ekki almennilega að meta sjónina daginn aftur. En við förum aftur í vikunni til að athuga með það. Hann sér vel með vinstra auganu og er farinn að sjá skýrar með því hægra,“ segir Alexandra. „Það er dagamunur á honum en þetta verður bara langt bataferli. Allar háræðar og taugaendar í andlitinu eru í lagi og það er mjög gott. Það eru rispur á augnhimnunni en hann var auðvitað bara heppinn að hafa ekki misst augað og brunnið verr. Hann var ótrúlega heppinn með það. Læknarnir telja núna að þetta eigi allt eftir að ganga til baka.“ Áfram frá vinnu Alexandra á von á því að sonur hennar verði heima í einhverja stund og þarf á meðan nokkuð mikla aðstoð. Hún hefur því verið með honum heima síðustu daga og sér fram á að vera áfram frá vinnu. Sárið sé opið og hann á verkjastillandi. Þá þarf einnig að aðstoða hann við að bera á augun og andlit krem. „Ég er búin að vera í fríi frá vinnu. Hann er svo ungur enn og getur ekki sett þetta sjálfur á sig. Svo er hann farinn að klæja í sárin þannig maður verður að vera hjá honum til að fylgjast með honum.“ Hún segir son sinn afar verkjaðan. „Hann fær verkjalyf á um fjögurra tíma fresti og er illt í húðinni, skurðinum og augnhárin eru svo að stingast í hann, þetta eru bara brenndir stubbar. Þetta er allt sárt fyrir hann en hann er voða sterkur.“ Hún segist vona að örin eigi eftir að gróa með honum og það muni ekki sjá of mikið á honum í framtíðinni. Það eigi eftir að koma í ljós. „En hann verður með ör. Hárið kemur líklega til baka en þetta á eftir að taka einhvern tíma. Við vitum ekki með augað en við erum bjartsýn á að það verði í lagi.“ Alexandra segir engin vitni að slysinu en einn maður í húsinu hennar hafi verið að koma út þegar þeir voru búnir að sprengja. Hann hafi ekki stöðvað til að aðstoða drengina þó að þeir hafi verið að hrópa á hjálp. „Ef eitthvað barn öskrar á hjálp eða þú sérð að eitthvað er að, þá er mikilvægt að fólk hundsi það ekki.“ Galið að skilja svona eftir Alexandra brýnir fyrir foreldrum að ræða vel við börnin sín á þessum árstíma en segir þó ábyrgðina alls ekki liggja hjá börnum. „Það er auðvitað ekki í lagi að skilja svona eftir. Þetta eru bara sprengiefni og að einhver skilji eftir ósprungna sprengju er alveg galið.“ „Ef þú veist að sprengjan er ónýt, ekki skilja hana eftir. Það er enginn að fara að finna þetta nema litlir fingur. Sama hvað þú segir við barnið þitt, ég hef oft varað við þessu, þá er þetta alltaf spennandi. Þess vegna er það okkar að taka upp eftir okkur. Við eigum ekki að skilja þetta rusl eftir fyrir börnin. Það er enginn annar að fara að taka þetta en þau ef við gerum það ekki. Sérstaklega ef það er ósprungin sprengja. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur en þetta er því miður algengt á þessum árstíma,“ segir Alexandra.
Flugeldar Slysavarnir Mosfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira