„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 20:17 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega. „Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“ Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
„Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira