Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 15. janúar 2025 13:30 Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun