Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 15. janúar 2025 13:30 Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar