„Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 20:17 Það er tvöfalt meira að gera hjá Steinari Smára Guðbergssyni í baráttunni við veggjalús en á sama tíma í fyrra. Hann er vel vopnaður gegn óværunni og heldur hér á þurrgufuhitara og hylki með skordýraeitri. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu. Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun
Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30
Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent