Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 12:57 Flóttafólk gengur í átt að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku. Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira