„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2025 21:41 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig. „Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira