Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 14:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð viti ekki gott. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um álagningu tolla á þrjú stærstu viðskiptaríki Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Í tilfelli Kanada og Mexíkó hyggjast Bandaríkin leggja á 25 prósent toll á nær allar vörur og tíu prósent tollur verður lagður á vörur frá Kína. Lægri tollar eru boðaðir á Kanadískar orkuafurðir. Á móti undirbúa stjórnvöld í Kanada og Mexíkó eigin tolla á Bandaríkin. Þótt umræddir tollar Bandaríkjanna nái að svo stöddu aðeins til Mexíkó, Kanada og Kína hefur Evrópa ekki farið varhluta af hugmyndum Trump um tolla. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslenskt viðskiptalíf fylgjast grannt með þróun mála. „Þetta eru náttúrlega ekki góðar fréttir. En kannski rennir stoðum undir það sem ég hef sagt áður um að ég er ekki sammála þeim sem hafa sagst vera bjartsýnir, að heilbrigð skynsemi og viðteknar kenningar í hagfræði hljóti að stoppa Trump af í sinni viðskiptastefnu. Það er því miður að koma á daginn að hann gengur jafn langt og hann sagðist ætla í kosningabaráttunni og það er full ástæða til að óttast að hann haldi áfram,“ segir Ólafur. Má segja að það sé hafið tollastríð? „Já því miður, og hætta á að það breiðist út,“ svarar Ólafur. Í fyrsta lagi verði tollarnir mikill skellur fyrir norður-ameríska hagkerfið, bæði almenning og fyrirtæki, og það muni smita út frá sér inn í alþjóðahagkerfið. „Stóra myndin er áhyggjuefni fyrir lítið land eins og Ísland sem er lítið og opið hagkerfi og mjög háð útflutningi. Frá seinna stríði hefur hin almenna þróun verið sú í heiminum að tollar hafa lækkað og viðskipti hafa orðið frjálsari og það er bara ein af undirstöðunum undir hagsæld Íslendinga og hefur gert okkur kleift að selja okkar útflutningsvörur með hagkvæmari hætti á heimsmarkað. Tollastríð og að pendúllinn sveiflist til baka í þessu það eru ósköp einfaldlega ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga,“ segir Ólafur. Skattar og tollar Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um álagningu tolla á þrjú stærstu viðskiptaríki Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Í tilfelli Kanada og Mexíkó hyggjast Bandaríkin leggja á 25 prósent toll á nær allar vörur og tíu prósent tollur verður lagður á vörur frá Kína. Lægri tollar eru boðaðir á Kanadískar orkuafurðir. Á móti undirbúa stjórnvöld í Kanada og Mexíkó eigin tolla á Bandaríkin. Þótt umræddir tollar Bandaríkjanna nái að svo stöddu aðeins til Mexíkó, Kanada og Kína hefur Evrópa ekki farið varhluta af hugmyndum Trump um tolla. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslenskt viðskiptalíf fylgjast grannt með þróun mála. „Þetta eru náttúrlega ekki góðar fréttir. En kannski rennir stoðum undir það sem ég hef sagt áður um að ég er ekki sammála þeim sem hafa sagst vera bjartsýnir, að heilbrigð skynsemi og viðteknar kenningar í hagfræði hljóti að stoppa Trump af í sinni viðskiptastefnu. Það er því miður að koma á daginn að hann gengur jafn langt og hann sagðist ætla í kosningabaráttunni og það er full ástæða til að óttast að hann haldi áfram,“ segir Ólafur. Má segja að það sé hafið tollastríð? „Já því miður, og hætta á að það breiðist út,“ svarar Ólafur. Í fyrsta lagi verði tollarnir mikill skellur fyrir norður-ameríska hagkerfið, bæði almenning og fyrirtæki, og það muni smita út frá sér inn í alþjóðahagkerfið. „Stóra myndin er áhyggjuefni fyrir lítið land eins og Ísland sem er lítið og opið hagkerfi og mjög háð útflutningi. Frá seinna stríði hefur hin almenna þróun verið sú í heiminum að tollar hafa lækkað og viðskipti hafa orðið frjálsari og það er bara ein af undirstöðunum undir hagsæld Íslendinga og hefur gert okkur kleift að selja okkar útflutningsvörur með hagkvæmari hætti á heimsmarkað. Tollastríð og að pendúllinn sveiflist til baka í þessu það eru ósköp einfaldlega ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga,“ segir Ólafur.
Skattar og tollar Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf