Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 „Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun