Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 „Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun