Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 11:09 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugs. Vísir/Sigurjón Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. Lokunin á sér nokkurn aðdraganda en borgin og flugmálayfirvöld hafa deilt um þann fjölda trjáa sem þurfi að fella til að tryggja öryggi flugumferðar um Reykjavíkurflugvöll. „Í rauninni ræðst notkun flugbrauta mjög mikið af veðri og vindáttum. Við vonum bara að það komi ekki til þess að það komi upp einhver alvarleg atvik út af því að það er ekki hægt að nota þessa flugbraut,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla í samtali við fréttastofu. Hún vonast til að geta opnað flugbrautina aftur sem allra fyrst. Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti „Við erum í rauninni bara að bíða eftir aðgerðaáætlun frá Reykjavíkurborg varðandi þessar trjáfellingar og hvað við getum gert þetta á stuttum tíma, þetta þarf að gerast mjög hratt,“ bætir Sigrún við. Lokunin hefur einnig áhrif á sjúkraflug og eftir stendur einungis norður-suðurbraut flugvallarins. Tilskipun Samgöngustofu gildir til 5. maí næstkomandi og hefur stofnunin gefið út að ráðstöfuninni verði aflétt þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða Isavia viðurkennt „mögulegar mildunarráðstafanir.“ Krafan kom borgarstjóra á óvart Isavia segir að borgin hafi ekki staðið við að fella tré sem orðin væru of há fyrir aðflug að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar en borgin segist hafa staðið við sitt. „Það sem ég hef sagt um þessi tré er að við fellum þau tré sem þarf til að tryggja öryggi. Við höfum gert það, nú bara síðast í september samkvæmt þeim viðmiðunum sem við höfum gert á undanförnum árum varðandi tré sem vaxið hafa upp í þennan aðflugsgeira,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Samtalinu hjá Heimi Má í lok janúar. Síðan hafi borist bréf frá Isavia þar sem farið væri fram á miklu umfangsmeira skógarhögg en áður og þá út frá nýjum viðmiðunum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki alveg fengið rök fyrir þessum nýju viðmiðunum, þessu nýja mati,“ bætti borgarstjóri við. Reykjavíkurborg væri stjórnvald sem þyrfti að byggja ákvarðanir á lögum og reglum. Það væri hverfisvernd á þessum trjám og svæðið skilgreint sem borgargarður. „Til þess að við fáum ekki á okkur kærur frá einhverju öðru stjórnvaldi, umhverfisstofnun, almenningi, eða félagasamtökum vegna þess að við séum að ganga of hart fram gagnvart vernduðu svæði, þá verðum við einfaldlega að vera með stjórnsýsluna í lagi,“ sagði borgarstjóri. Krafa um að fella 2.900 tré hafi komið sér dálítið á óvart. „Því hún var ekki í anda þeirra samtala sem ég hafði átt við Isavia um leið og ég heyrði að það stæði til að loka brautinni.“ Ekki sé hægt að tryggja hindranalaust aðflug Í tilskipun sem Samgöngustofa gaf út á dögunum um lokun umræddrar flugbrautar segir að mælingar í október síðastliðnum staðfesti að trjágróður hafi vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því sé ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á umræddri flugbraut 13/31. Í tilskipuninni segir enn fremur: „Hvorki Isavia innanlandsflugvöllum né Samgöngustofu hefur tekist að fá hindranir fjarlægðar þrátt fyrir skýr ákvæði Skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar og hefur Reykjavíkurborg verið veittur frestur til 17. febrúar nk. til að upplýsa Samgöngustofu um hvernig staðið verður að uppfyllingu þeirra krafna. Samgöngustofa beinir þeim fyrirmælum hér með til Isavia innanlandsflugvalla að takmarka notkun flugbrautar 13/31 þannig að flugbrautin sé ekki notuð til flugtaks og lendinga sem reynir á þá hindranafleti sem ekki eru hindranafríir. Þetta felur í sér að loka skal fyrir lendingar á flugbraut 13 og flugbraut 31, og að loka skal fyrir flugtök á flugbraut 13. Með vísan í fyrri samskipti þá ítrekar Samgöngustofa að bannið nær einnig til sjúkraflugs. Nota má flugbraut 31 til flugtaks og til aksturs loftfara og ökutækja.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. 21. janúar 2025 18:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Lokunin á sér nokkurn aðdraganda en borgin og flugmálayfirvöld hafa deilt um þann fjölda trjáa sem þurfi að fella til að tryggja öryggi flugumferðar um Reykjavíkurflugvöll. „Í rauninni ræðst notkun flugbrauta mjög mikið af veðri og vindáttum. Við vonum bara að það komi ekki til þess að það komi upp einhver alvarleg atvik út af því að það er ekki hægt að nota þessa flugbraut,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla í samtali við fréttastofu. Hún vonast til að geta opnað flugbrautina aftur sem allra fyrst. Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti „Við erum í rauninni bara að bíða eftir aðgerðaáætlun frá Reykjavíkurborg varðandi þessar trjáfellingar og hvað við getum gert þetta á stuttum tíma, þetta þarf að gerast mjög hratt,“ bætir Sigrún við. Lokunin hefur einnig áhrif á sjúkraflug og eftir stendur einungis norður-suðurbraut flugvallarins. Tilskipun Samgöngustofu gildir til 5. maí næstkomandi og hefur stofnunin gefið út að ráðstöfuninni verði aflétt þegar staðfest hafi verið að aðflugsleiðin sé án hindrana eða Isavia viðurkennt „mögulegar mildunarráðstafanir.“ Krafan kom borgarstjóra á óvart Isavia segir að borgin hafi ekki staðið við að fella tré sem orðin væru of há fyrir aðflug að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar en borgin segist hafa staðið við sitt. „Það sem ég hef sagt um þessi tré er að við fellum þau tré sem þarf til að tryggja öryggi. Við höfum gert það, nú bara síðast í september samkvæmt þeim viðmiðunum sem við höfum gert á undanförnum árum varðandi tré sem vaxið hafa upp í þennan aðflugsgeira,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Samtalinu hjá Heimi Má í lok janúar. Síðan hafi borist bréf frá Isavia þar sem farið væri fram á miklu umfangsmeira skógarhögg en áður og þá út frá nýjum viðmiðunum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki alveg fengið rök fyrir þessum nýju viðmiðunum, þessu nýja mati,“ bætti borgarstjóri við. Reykjavíkurborg væri stjórnvald sem þyrfti að byggja ákvarðanir á lögum og reglum. Það væri hverfisvernd á þessum trjám og svæðið skilgreint sem borgargarður. „Til þess að við fáum ekki á okkur kærur frá einhverju öðru stjórnvaldi, umhverfisstofnun, almenningi, eða félagasamtökum vegna þess að við séum að ganga of hart fram gagnvart vernduðu svæði, þá verðum við einfaldlega að vera með stjórnsýsluna í lagi,“ sagði borgarstjóri. Krafa um að fella 2.900 tré hafi komið sér dálítið á óvart. „Því hún var ekki í anda þeirra samtala sem ég hafði átt við Isavia um leið og ég heyrði að það stæði til að loka brautinni.“ Ekki sé hægt að tryggja hindranalaust aðflug Í tilskipun sem Samgöngustofa gaf út á dögunum um lokun umræddrar flugbrautar segir að mælingar í október síðastliðnum staðfesti að trjágróður hafi vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því sé ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á umræddri flugbraut 13/31. Í tilskipuninni segir enn fremur: „Hvorki Isavia innanlandsflugvöllum né Samgöngustofu hefur tekist að fá hindranir fjarlægðar þrátt fyrir skýr ákvæði Skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar og hefur Reykjavíkurborg verið veittur frestur til 17. febrúar nk. til að upplýsa Samgöngustofu um hvernig staðið verður að uppfyllingu þeirra krafna. Samgöngustofa beinir þeim fyrirmælum hér með til Isavia innanlandsflugvalla að takmarka notkun flugbrautar 13/31 þannig að flugbrautin sé ekki notuð til flugtaks og lendinga sem reynir á þá hindranafleti sem ekki eru hindranafríir. Þetta felur í sér að loka skal fyrir lendingar á flugbraut 13 og flugbraut 31, og að loka skal fyrir flugtök á flugbraut 13. Með vísan í fyrri samskipti þá ítrekar Samgöngustofa að bannið nær einnig til sjúkraflugs. Nota má flugbraut 31 til flugtaks og til aksturs loftfara og ökutækja.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. 21. janúar 2025 18:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. 21. janúar 2025 18:05