Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun