One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun