Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:00 Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun