Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 06:51 Starmer segir komið að ögurstundu. AP/Kristy Wigglesworth Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni. Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni.
Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira