Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:57 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann fundar með þarlendum ráðamönum í dag, og Rússum á morgun. AP/Evelyn Hockstein Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira