Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar 19. febrúar 2025 12:02 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Erlingur Erlingsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun