Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun