Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 20:00 Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, vilja breytingar við hönnun byggðar. Vísir/Stefán Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús. Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús.
Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“