„Staðan er erfið og flókin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 13:01 Sigurður Ingimundarson hefur nýtt tímann vel í landsleikjahléinu. Vísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins. Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er. Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira