Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:30 Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun