Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 11:37 Svona er umhorfs fyrir utan húsnæðið að Fiskislóð. Vísir/Anton Brink Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. „Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
„Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink
Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira