Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar 4. mars 2025 09:30 Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun