Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:32 Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun