Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller og Drífa Jónasdóttir skrifa 8. mars 2025 16:31 Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heimilisofbeldi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun