Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar 11. mars 2025 10:01 Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun