Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar 11. mars 2025 14:32 Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun