Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. mars 2025 11:36 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn skammt á veg komna. Vísir/Anton Brink og Stöð 2 Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“ Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“
Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01