Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Hilmarsson skrifa 14. mars 2025 07:03 Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Viggó Ólafsson Háskólar Námslán Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun