Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar 14. mars 2025 18:02 Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bandaríkin Hafrannsóknastofnun Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun