Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 19. mars 2025 10:31 Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun