Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 23:29 Landamæraeftirlitið á flugvöllum í Bandaríkjunum er ekkert grín. Franskur vísindamaður fékk að kynnast því. Getty Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston. Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston.
Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira