Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 22. mars 2025 10:01 Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Efnahagsmál Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun