Sport

Aftur tvö­faldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Karlalið KA tók við titlinum eftir leik, þrátt fyrir að hafa unnið hann fyrir leik.
Karlalið KA tók við titlinum eftir leik, þrátt fyrir að hafa unnið hann fyrir leik.

Eftir að hafa tekið við bikartitlum í bæði kvenna og karlaflokki fyrir tveimur vikum var aftur tvöföld gleði hjá félaginu í dag þegar bæði kvenna og karlaliðið í blaki urðu deildarmeistarar.

Bæði lið KA höfðu reyndar unnið deildina áður en leikirnir hófust.

Karlaliðið vann deildina vegna þess að Þróttur missteig sig fyrr í vikunni, en þeir kláruðu verkefnið vel og fengu deildarmeistaratitilinn afhentan í leikslok eftir sigur gegn Vestra.

Kvennaliðið vann deildina vegna þess að Völsungur missteig sig fyrr í dag gegn Aftureldingu, en líkt og hjá karlaliðinu skipti það ekki máli og þær kláruðu verkefnið gegn Þrótti með stæl.

Fyrir tveimur vikum síðan urðu bæði lið KA bikarmeistar og nú er deildarmeistaratitill einnig í hús, en framundan er úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×