Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar 25. mars 2025 09:32 Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun