Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa 26. mars 2025 07:32 Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Bryndís Haraldsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun