Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 07:30 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. epa/VIDAR RUUD Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29