Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 07:32 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30
Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30
Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03