Misstu niður tveggja marka for­ystu

Albert í baráttunni við Christian Pulisic í leik kvöldsins.
Albert í baráttunni við Christian Pulisic í leik kvöldsins. Vísir/Getty

AC Milan og Fiorentina gerðu jafntefli þegar liðin mættust á San Siro í Mílanó í kvöld. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í leiknum.

Með sigri í kvöld hefði Fiorentina blandað sér af alvöru í baráttu um Evrópusæti og það virtust þeir staðráðnir í að gera því eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Fyrst skoraði Malick Thiaw sjálfsmark og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Moise Kean annað mark Fiorentina.

Tammy Abraham minnkaði þó muninn skömmu síðar og staðan 2-1 í hálfleik.

Albert Guðmundsson var skipt af velli á 59. mínútu og fimm mínútum síðar kom jöfnunarmark Milan en það var Luka Jovic sem skoraði.

Fiorentina tókst að koma boltanum í netið á 89. mínútu en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Lokatölur urðu því 2-2 og Fiorentina í 8. sætinu og hænufeti á eftir liðunum í Evrópusætum. Milan er í 9. sætinu fjórum stigum á eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira